Systir mín litla
Systir mín litla, ég horfi á þig sofa,
svefninum þunga, get ekkert gert.
Með tár í augum, öllu nú lofa,
ef aðeins þú vaknar einsog þú ert.

Hönd þín svo köld, ég finn ekki neitt,
græt við rúmið fullur af þrá.
bið til þín guð, gerðu það eitt,
að bros hennar fái ég aftur að sjá.

Sit hérna hjá þér, vil ekki fara,
finn svo til að sjá þig hér.
Hljóðið í vélinni, heyri ég bara
vona þó Sunna, þú vitir af mér

Þú opnar augun þín, falleg og blá,
hræðslu og sorg, sé í þeim.
Þau þekkja mig strax, og veit ég þá,
að ég fæ þig aftur heim.

Þinn bróðir Stebbi
 
Stefán
1985 - ...


Ljóð eftir Stefán

Systir mín litla