Manstu það?
Manstu er þú sást mig fyrst
í mars þá vetrarnótt?
Manstu er þú fékkst mig kysst
í mars þá allt varð hljótt?
Manstu að við elskuðumst
í mars svo blítt og rótt?

Tíminn örstutt stöðvaðist
þá töfrandi vornótt.
Ljósið áfram leiddi mig
að ljóma þínum skjótt.
Ástin sem nú blómstrar enn
óx það sumar fljótt.

Tíminn líður áfram hratt
í takt við hjartslátt þinn.
Ljósið mun nú lýsa okkur
lífsins veg um sinn.
Augun munu á endanum
lokast, köld mín kinn.
Moldin tekur líkamann
en hjá þér hugurinn.
 
Valgerður Þorsteinsdóttir
1987 - ...


Ljóð eftir Valgerði Þorsteinsdóttur

Manstu það?
Vináttan