Get ekki elskað þig
Þú
færð mig til að hlæja
aftur og aftur
og návist þín gleður mig.
Líf okkar eru saman tvinnuð,
fylgjast að
Ég finn enn fyrir hönd þinni utan um mig,
þéttu taki fingra þinna
En veistu ekki vinur,
að línur sem fylgjast að geta aldrei skarast?  
Guðbjörg
1996 - ...


Ljóð eftir Guðbjörgu

Band
Ástfangin
Orðlaus
Ævintýraland
Ljóð
Get ekki elskað þig
Alvöru karlmenn
Vorboði