

Og sólin skein á mig
er ég settist við sjóinn.
Og hún yljaði þér,
þá bjartur var flóinn.
Og sólin skein á okkur
er vaknaði kjóinn.
Og lífið stóð í stað
- hvert andartak var eilífð -
er við sátum við sjóinn.
er ég settist við sjóinn.
Og hún yljaði þér,
þá bjartur var flóinn.
Og sólin skein á okkur
er vaknaði kjóinn.
Og lífið stóð í stað
- hvert andartak var eilífð -
er við sátum við sjóinn.
Bíldudalur, Arnarfirði, 30.06.2013