

Enn geng ég
gamla slóð
götuna mína.
Í dimmunni
dreymir mig
dagana þína.
Í kvöldroða
rifjast upp
rjóðrið væna.
Lautin okkar
og lítið tré
með laufið græna.
Enn stíg ég
einn í sporin
er enginn sér.
Hér koma enn
haust og vor
og heilsa mér.
gamla slóð
götuna mína.
Í dimmunni
dreymir mig
dagana þína.
Í kvöldroða
rifjast upp
rjóðrið væna.
Lautin okkar
og lítið tré
með laufið græna.
Enn stíg ég
einn í sporin
er enginn sér.
Hér koma enn
haust og vor
og heilsa mér.