Mitt land.
Landsins vættir
verndi þig.
Drottins andi
efli þig.
Hugsi ég um
haust og vor.
Gneista ennþá
gömul spor.
Leggi firði
fenni skörð.
Finn ég til með
fósturjörð.
Þegar vetur
kveður kinn.
Finn ég vorið
um vanga minn.
Gráti himnar
í gömul spor.
Samt ég elska
íslenskt vor.
Er fegurð opnar
faðminn sinn.
Dreymir mig um
dalinn minn.
Land mitt eina
ég uni þér.
Hert af eldum
í hjarta mér.
Lengst við fjöllin
langt frá sæ.
Liggur dalur
með lítinn bæ.
Land mitt dreymi
dag og nótt.
Sólin hnígur
hægt og hljótt.
Þótt fenni lautir
og fagran skóg.
Finn ég heimsins
helgidóm.
Hendur þínar
halda um mig.
Ég er barnið
sem elskar þig.
verndi þig.
Drottins andi
efli þig.
Hugsi ég um
haust og vor.
Gneista ennþá
gömul spor.
Leggi firði
fenni skörð.
Finn ég til með
fósturjörð.
Þegar vetur
kveður kinn.
Finn ég vorið
um vanga minn.
Gráti himnar
í gömul spor.
Samt ég elska
íslenskt vor.
Er fegurð opnar
faðminn sinn.
Dreymir mig um
dalinn minn.
Land mitt eina
ég uni þér.
Hert af eldum
í hjarta mér.
Lengst við fjöllin
langt frá sæ.
Liggur dalur
með lítinn bæ.
Land mitt dreymi
dag og nótt.
Sólin hnígur
hægt og hljótt.
Þótt fenni lautir
og fagran skóg.
Finn ég heimsins
helgidóm.
Hendur þínar
halda um mig.
Ég er barnið
sem elskar þig.