Renaissance.
Það flugu svartir svanir
að silfurtærri lind.
Og vængjasláttur þeirra
vakti mannsins synd.
Og kirkjugestir grétu
við gamla helgimynd.
En flugið vakti fagnað
um fold og öldu sjó.
Og vorið barst að fjöllum
með von og styrk og ró.
Meðan andi allra hinna
var ennþá hulinn snjó.
En sumir gátu skilið
svana flug og mál.
Dáðust af vængsins kröftum
er kveiktu í þeim bál.
En aðrir riðu röftum
ræddu aldrei þessi mál.
Fjaðrirnar sem fljúga
þær finna afl og mátt.
Og þorið eflir styrkinn
yfir þrútið hafið blátt.
Þar sem fár stjörnur lýsa
en þeir stefndu í rétta átt.
að silfurtærri lind.
Og vængjasláttur þeirra
vakti mannsins synd.
Og kirkjugestir grétu
við gamla helgimynd.
En flugið vakti fagnað
um fold og öldu sjó.
Og vorið barst að fjöllum
með von og styrk og ró.
Meðan andi allra hinna
var ennþá hulinn snjó.
En sumir gátu skilið
svana flug og mál.
Dáðust af vængsins kröftum
er kveiktu í þeim bál.
En aðrir riðu röftum
ræddu aldrei þessi mál.
Fjaðrirnar sem fljúga
þær finna afl og mátt.
Og þorið eflir styrkinn
yfir þrútið hafið blátt.
Þar sem fár stjörnur lýsa
en þeir stefndu í rétta átt.