Tækniöld
Miðaldra hjón
sitja í sófanum
hann með Ipad
hún með fartölvu
á hnjánum.
Þau gjóa augunum
af og til
á myndina
í sjónvarpinu
litli hundurinn
þeirra
liggur við fætur
frúarinnar
uppgefinn
eftir eril dagsins
en hjónin
halda áfram
að góna á
tölvuskjána
hann á
Ipadinum
hún í
tölvunni.
 
HB. Hildiberg
1963 - ...


Ljóð eftir HB. Hildiberg

Sumar.
Úrhellið
Þokan.
Mót vindinum
Tækniöld
Gluggað í blöðin
Tindrandi stjörnurnar
Frjósemi hugans
Sumarið
Í sólinni
Regnið
Kollurnar á öldunum
VORIÐ
TANFAR
PEST
Vor
”ÞAÐ ER VON”
Druslan
Grátbólgin augu
Öfugmæla vorbræðingur
Sólin
Feigðin
Eitt augnablik
flöktandi skuggar