Ég gleymdi boðskapnum, ekki tilfinningunni
Og þegar staðan var hvað
ömurlegust

að mér þótti

(þó hún hefði raunar áður verið
verri)

barst mér hjálp úr óvæntri átt

ég fann ljósið í myrkrinu
sumarið í vetrinum
næði í látunum

gleði í sorginni.

en svo rankaði ég við mér

Fífl get ég verið
vongott og brosmilt
vingjarnlegt en ástfangið
fífl
 
Bjarni Daníel Þorvaldsson
1997 - ...


Ljóð eftir Bjarna Daníel Þorvaldsson

Ég gleymdi boðskapnum, ekki tilfinningunni
Fastur í augnablikinu