

Ólgandi brimið
á ógnarhraða
yfir fjörusteinana
æða
eins og úlfur
á eftir bráð sinni,
hungraður
gefur engan
grið.
Vindurinn
ógurlegur
um loftin þýtur
eins og
tignarlegur Örn
sem dýfir sér
á eftir bráð sinni
og hefur sig
til flugs á ný
með ægifögrum
vængjaþyt.
á ógnarhraða
yfir fjörusteinana
æða
eins og úlfur
á eftir bráð sinni,
hungraður
gefur engan
grið.
Vindurinn
ógurlegur
um loftin þýtur
eins og
tignarlegur Örn
sem dýfir sér
á eftir bráð sinni
og hefur sig
til flugs á ný
með ægifögrum
vængjaþyt.