Þ.B.Þ
Á svarta fiðlu
seiði ég dimmuna fram
svarbláa nótt
hamraþil og straumvatn -
sveifla þar daufri
ljósrák

...ég held maður rölti
aftur niður að sjó
og leggi sig á bakkanum
Líklega verður gott að sofa lengi -
sjá til, hvað mann dreymir
og hver maður vaknar  
Baldur Óskarsson
1932 - ...
Úr bókinni <a href="http://www.ormstunga.is/islenska/titlar/umdaghstj.htm" target="new">Dagheimili stjarna</a>.
Ormstunga, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Baldur Óskarsson

Þ.B.Þ
Dimmuborgir