

Í bílageymslu
grét maður
og annar hló.
Hann varð fyrir
raunalegri reynslu.
Páfagaukurinn
í glugganum dó.
Örkumla einsamall
deyjandi dofinn.
Gaf sólskríkjusjóði allt.
Ósáttur við heiminn.
Grét fjörgamall
beiskum tárum.
Og guði endurgalt.
Skilinn og særður
þóttist hafa sigur
á gömlum sorgum.
Fékk samband við
Tryggingastofnun í síma
hún sendir uppbót
á morgun.
grét maður
og annar hló.
Hann varð fyrir
raunalegri reynslu.
Páfagaukurinn
í glugganum dó.
Örkumla einsamall
deyjandi dofinn.
Gaf sólskríkjusjóði allt.
Ósáttur við heiminn.
Grét fjörgamall
beiskum tárum.
Og guði endurgalt.
Skilinn og særður
þóttist hafa sigur
á gömlum sorgum.
Fékk samband við
Tryggingastofnun í síma
hún sendir uppbót
á morgun.