

Ég gekk um dimma skóga og dúnmjúka heiði
dægrin löng.
Og fuglarnir sungu allir fagra seiði
fornan söng.
Og himinninn logaði á löngum kvöldum
með ljósin kveikt.
Og minningunum var aftan úr öldum
að mér feykt.
Sænsku dalavötnin sveipuð þokuslæðum
silfurgrá.
Spegluðu upp í himinhvolfið kveðjum
sem hjartað á.
dægrin löng.
Og fuglarnir sungu allir fagra seiði
fornan söng.
Og himinninn logaði á löngum kvöldum
með ljósin kveikt.
Og minningunum var aftan úr öldum
að mér feykt.
Sænsku dalavötnin sveipuð þokuslæðum
silfurgrá.
Spegluðu upp í himinhvolfið kveðjum
sem hjartað á.