Lampaljóð.
Mér leiddist við lesturinn
og langaði heim.
Til ljóða við lampann minn
og læddist að þeim.
Ég læddist léttum sporum
ljóðum mínum að.
Hvísluðum að öðru hvorum
nú hverfum af stað.
Og á svanavængi stigum
sumarnætur hljótt.
Að leiðarljósum svifum
um ljósbjarta nótt.
En svo þurrt var þornað ljóðið
sem þráði blekið mitt.
Það blæddi úr því blóðið
á banameinið sitt.
og langaði heim.
Til ljóða við lampann minn
og læddist að þeim.
Ég læddist léttum sporum
ljóðum mínum að.
Hvísluðum að öðru hvorum
nú hverfum af stað.
Og á svanavængi stigum
sumarnætur hljótt.
Að leiðarljósum svifum
um ljósbjarta nótt.
En svo þurrt var þornað ljóðið
sem þráði blekið mitt.
Það blæddi úr því blóðið
á banameinið sitt.