Heiðin.
Í gegnum hraunið þar liggur leiðin
um lágnættið þá glitrar á þangið.
Ofan við fossinn himinn og heiðin
hugfanginn tek ég landið í fangið.
Og ilmur grasa að mér leita
og úrský fann ég yfir mig drjúpa.
Ég fann í hjarta mínu heita
heiðarblámans andardráttinn djúpa.
Á dögum sem dalirnir skarta
dögginni á perlufestum sínum.
Verm sól mitt hrjóstuga hjarta
þá hvílist ég í faðmi þínum.
um lágnættið þá glitrar á þangið.
Ofan við fossinn himinn og heiðin
hugfanginn tek ég landið í fangið.
Og ilmur grasa að mér leita
og úrský fann ég yfir mig drjúpa.
Ég fann í hjarta mínu heita
heiðarblámans andardráttinn djúpa.
Á dögum sem dalirnir skarta
dögginni á perlufestum sínum.
Verm sól mitt hrjóstuga hjarta
þá hvílist ég í faðmi þínum.