Drjúpa höfði.
Oft drýp ég höfði í djúpri þögn
og dreymi um liðna daga.
Langt fyrir vestan er til sú sögn
að steinarnir kunni að tala.
Ég gekk um dali og svaf við stein
í skútum við kletta bera.
Fannst að enginn gæti gert mér mein
gladdist að lifa og vera.
Oft drýp ég höfði og brosi blítt
og bernskudagana dreymi.
Á höfði skalli til hliðar sítt
og stundum í öðrum heimi
og dreymi um liðna daga.
Langt fyrir vestan er til sú sögn
að steinarnir kunni að tala.
Ég gekk um dali og svaf við stein
í skútum við kletta bera.
Fannst að enginn gæti gert mér mein
gladdist að lifa og vera.
Oft drýp ég höfði og brosi blítt
og bernskudagana dreymi.
Á höfði skalli til hliðar sítt
og stundum í öðrum heimi