Gríman.
Enginn í öllum fjöldanum sér
að ekki er hlátur vani minn.
Og gamla gríman á andlitinu á mér
grætur aldrei á mitt skinn.
Og enginn inn í anda minn sér
sem einhver veigur er í.
Því ég er einn með sjálfum mér
innst í miðjum borgargný.
Og enginn á augum mínum sér
unga barnið sem í mér er.
Því gleðigríman hjálpar mér
að geyma sorg sem aldrei fer.
að ekki er hlátur vani minn.
Og gamla gríman á andlitinu á mér
grætur aldrei á mitt skinn.
Og enginn inn í anda minn sér
sem einhver veigur er í.
Því ég er einn með sjálfum mér
innst í miðjum borgargný.
Og enginn á augum mínum sér
unga barnið sem í mér er.
Því gleðigríman hjálpar mér
að geyma sorg sem aldrei fer.