Almyrkraður heimur þinn.
Gráttu vinur gráttu
þegar myrkrið tekur yfir
Gráttu vinur gráttu þegar sorgin
fer fyrir og myrkrið felur friðinn

Komdu til mín þegar veröld
þín fer að skyggnast
Ég skal kyssa úr augunum
tár sem sífellt fara fyrir

Sofðu vinur sofðu þegar
almyrkraður er heimur þinn

Ég skal þig elska og láta hugsun
þína hverfa.
Ég skal öxl þína bera og
gæta þinna vængja

Ekki óttast elsku vinur
á morgun munu
gömlu ljótu örin ekki
lengur flækjast fyrir  
Sigríður Margrét Ágústsdóttir
1996 - ...


Ljóð eftir Sigríði

Almyrkraður heimur þinn.