Gönguferð.
Við gengum um Hljómskálaskóg
saman ræddum að verða hjón.
En ástin sagði æ og ó
þið eruð bara lítil flón.
En brimi slotar og ég bíð
og blaðið mitt er orðið autt.
En bráðum kemur betri tíð
og blekið verður aftur rautt.
Ég týndi þér en bað í bæn
að birti aftur út við sæ.
Að túnin yrðu aftur græn
austan við hús í Vesturbæ.
saman ræddum að verða hjón.
En ástin sagði æ og ó
þið eruð bara lítil flón.
En brimi slotar og ég bíð
og blaðið mitt er orðið autt.
En bráðum kemur betri tíð
og blekið verður aftur rautt.
Ég týndi þér en bað í bæn
að birti aftur út við sæ.
Að túnin yrðu aftur græn
austan við hús í Vesturbæ.