Sölvi Helgason.
Margt var þér til lista lagt
og lengi var um þig sagt.
Að þú hefðir andans magt
en aðeins til að dreyma.
Þú áttir hvergi heima.
Margir kjósa frægðarferð
feyskin er og einskisverð.
Jafnan er þar manna mergð.
Með kumpána og kappa.
En líka marga hrappa.
Af bliki þínu og brá
birtist ævintýraþrá.
Eitt var það sem enginn sá.
Að allir þráðu sama.
Hinn grýtta veg til frama.
Eitthvað gott í öllum býr
eftir því hvað að þér snýr.
Hans var heimur ekki nýr.
Hégóminn öllu ræður.
Af lygum varð hann frægur.
og lengi var um þig sagt.
Að þú hefðir andans magt
en aðeins til að dreyma.
Þú áttir hvergi heima.
Margir kjósa frægðarferð
feyskin er og einskisverð.
Jafnan er þar manna mergð.
Með kumpána og kappa.
En líka marga hrappa.
Af bliki þínu og brá
birtist ævintýraþrá.
Eitt var það sem enginn sá.
Að allir þráðu sama.
Hinn grýtta veg til frama.
Eitthvað gott í öllum býr
eftir því hvað að þér snýr.
Hans var heimur ekki nýr.
Hégóminn öllu ræður.
Af lygum varð hann frægur.