Skólinn.
Torkennilegur tregi
fylgir mér.
Dreitlar úr gömlum dögum
á mig hér.
Og árin að mér bera
yl í sér.
Og ljósar nætur læðast
enn í mér.
Og hljómsveitir semja
lög um það.
Er Trigger og Roy Rogers
riðu af stað.
Og allir fóru í fimmbíó
með program.
Og í því söguþráður
fyrir fram.
En skólabjallan hringir
er haustar að.
Og kennarinn þuldi nöfnin
á þessum stað.
Siggi, Beggi og Dísa
og Stefán Dan.
Og skrifaði eitthvað á töfluna
sem enginn man.
Og svo kom blessað vorið
og blíðan.
Og mér gömlum finnst þetta
stutt síðan.
Og spyr í sófann þreyttur
hvað er að.
Því árin runnu frá mér
þú þekkir það.
fylgir mér.
Dreitlar úr gömlum dögum
á mig hér.
Og árin að mér bera
yl í sér.
Og ljósar nætur læðast
enn í mér.
Og hljómsveitir semja
lög um það.
Er Trigger og Roy Rogers
riðu af stað.
Og allir fóru í fimmbíó
með program.
Og í því söguþráður
fyrir fram.
En skólabjallan hringir
er haustar að.
Og kennarinn þuldi nöfnin
á þessum stað.
Siggi, Beggi og Dísa
og Stefán Dan.
Og skrifaði eitthvað á töfluna
sem enginn man.
Og svo kom blessað vorið
og blíðan.
Og mér gömlum finnst þetta
stutt síðan.
Og spyr í sófann þreyttur
hvað er að.
Því árin runnu frá mér
þú þekkir það.