Hallgrímur Pétursson.
Koma til mín kvæðin þín
kveðin í sótt.
Ort eru öll til mín
um Krists dimmu nótt.
Andlitið er skorið skælt
sárkvalt kaunum merkt.
Ekki gat örkuml bælt
andans aflið sterkt.
Er milli manna valt
og miskunn þinni háð.
Að Þeir iðrist þúsundfalt
og öðlist Drottins náð.
Gifta og guðs mín sál
gefi mér trúarsýn.
Frá víki tign og tál
og taktu mig til þín.
Löngum var lagt að mér
líf er gjöfin hans.
Og sigruð sorgin er
sátt Drottins til manns.
kveðin í sótt.
Ort eru öll til mín
um Krists dimmu nótt.
Andlitið er skorið skælt
sárkvalt kaunum merkt.
Ekki gat örkuml bælt
andans aflið sterkt.
Er milli manna valt
og miskunn þinni háð.
Að Þeir iðrist þúsundfalt
og öðlist Drottins náð.
Gifta og guðs mín sál
gefi mér trúarsýn.
Frá víki tign og tál
og taktu mig til þín.
Löngum var lagt að mér
líf er gjöfin hans.
Og sigruð sorgin er
sátt Drottins til manns.