Kvæðin mín.
Kvæðin mín eru kurl
ég kveð þau við smíðar.
Ef furan er feysk
finn ég aðra síðar.
Kvæðin mín eru ár
úr öræfatárum.
En djúpin drekkja þeim
í dögum og árum.
Kvæðin mín eru öll
eins og gamall viður.
Því feigð er með í för.
og fellir þau niður.
Kvæðum mínum er kalt
en kveðið í hlýju.
Því ég hegg þau í eld
orna mér að nýju.
Kvæðum mínum ég ann
er um varirnar líða.
Og út vilja öll
en ég vil helst bíða.
Kvæðin mín kveðast á
við Kaldraðarnesin.
Í vindum velkjast í
og verða aldrei lesin.
ég kveð þau við smíðar.
Ef furan er feysk
finn ég aðra síðar.
Kvæðin mín eru ár
úr öræfatárum.
En djúpin drekkja þeim
í dögum og árum.
Kvæðin mín eru öll
eins og gamall viður.
Því feigð er með í för.
og fellir þau niður.
Kvæðum mínum er kalt
en kveðið í hlýju.
Því ég hegg þau í eld
orna mér að nýju.
Kvæðum mínum ég ann
er um varirnar líða.
Og út vilja öll
en ég vil helst bíða.
Kvæðin mín kveðast á
við Kaldraðarnesin.
Í vindum velkjast í
og verða aldrei lesin.