Hafmeyjan.
Hún vafraði ein í vindi
í voginum hér.
Sæmeyjar vilja synda
en sóttu að mér.
Á milli þess að synda í sænum
sá hún mig og beið.
Ég lukti hræddur ljós í bænum
læddist um og skreið.
Á öldum upp að svörtum söndum
þar synti hún úr mar.
Vildi losna úr álagsböndum
en ekkert fékk hún svar.
Hafið djúpa er hennar staður
en horfir oft til lands
Hún þráir ást eins og maður
og leitaði til hans.
í voginum hér.
Sæmeyjar vilja synda
en sóttu að mér.
Á milli þess að synda í sænum
sá hún mig og beið.
Ég lukti hræddur ljós í bænum
læddist um og skreið.
Á öldum upp að svörtum söndum
þar synti hún úr mar.
Vildi losna úr álagsböndum
en ekkert fékk hún svar.
Hafið djúpa er hennar staður
en horfir oft til lands
Hún þráir ást eins og maður
og leitaði til hans.