Vor.
Ég fleytti mínum fleka út á haf
það freyddi um lítinn stafn og árablað.
Ég hugsa oft og líð um liðna tíð
og lukkan verði með mér enn um hríð.
Ég ætlaði að sigla út á mið
og óskaði að verða eins og þið.
Að leggja færin einn við ysta núp
en lögnin mín var aldrei nógu djúp.
Um gamla slóð ég flauta lítið lag
er læðist um í huga út við haf.
Og stafur minn er sverðið mitt í gær
og stóra höllin gamall timburbær.
Ég vildi verða frægur framagjarn
en fann að tvisvar verður maður barn.
Er stjörnur rísa hátt við himingeim
þá hugsa ég til æsku minnar heim.
það freyddi um lítinn stafn og árablað.
Ég hugsa oft og líð um liðna tíð
og lukkan verði með mér enn um hríð.
Ég ætlaði að sigla út á mið
og óskaði að verða eins og þið.
Að leggja færin einn við ysta núp
en lögnin mín var aldrei nógu djúp.
Um gamla slóð ég flauta lítið lag
er læðist um í huga út við haf.
Og stafur minn er sverðið mitt í gær
og stóra höllin gamall timburbær.
Ég vildi verða frægur framagjarn
en fann að tvisvar verður maður barn.
Er stjörnur rísa hátt við himingeim
þá hugsa ég til æsku minnar heim.