Sjóarinn.
Hann sagðist vera sjómaður
og stundum vera góðglaður.
Ef harmoníkan hikaði
þá hrópaði og blótaði.
Og alla dansa dansaði
og dömur allar vangaði.
Hann blikkaði og blístraði
og brosti um allt og daðraði.
Hann spriklaði og argaði
og ýtti frá og sparkaði.
Í ös og þvögu þjarkaði
þegar ballið byrjaði.
Er löggan kom með leiðindi
og lamdi hann með harðlyndi.
Þá reif hann kjaft um ófrelsi
og ýtt var inn í fangelsi.
En látinn laus um miðnætti
lét af drykkju og steinhætti.
Því konan hans kom rasandi
hann kyssti hana brosandi.
Samt hann vildi stórbæta
því stundum væri ljósglæta.
Svona er að vera sjómaður
og stundum vera gómaður.
og stundum vera góðglaður.
Ef harmoníkan hikaði
þá hrópaði og blótaði.
Og alla dansa dansaði
og dömur allar vangaði.
Hann blikkaði og blístraði
og brosti um allt og daðraði.
Hann spriklaði og argaði
og ýtti frá og sparkaði.
Í ös og þvögu þjarkaði
þegar ballið byrjaði.
Er löggan kom með leiðindi
og lamdi hann með harðlyndi.
Þá reif hann kjaft um ófrelsi
og ýtt var inn í fangelsi.
En látinn laus um miðnætti
lét af drykkju og steinhætti.
Því konan hans kom rasandi
hann kyssti hana brosandi.
Samt hann vildi stórbæta
því stundum væri ljósglæta.
Svona er að vera sjómaður
og stundum vera gómaður.