Spil.
Svört spil mín eru sagnafá
en segja þó grand í leik.
Eins og eldur sem hlýju á
og ástin sem ég sveik.
Önnur spil bera engan lit
en slæ þeim á borðið þungt.
Áfram ég held en samt er hik.
Innst í mér býr barnið ungt.
Spil mín eru kámug og klesst
og kalla á annan slag.
En líf getur í sagnir sest
eins og sorg einn gleðidag.
Spil mín velja oft annað vað
en villast með unna sögn.
Hylur reynist á röngum stað
eins og rödd úr djúpri þögn.
en segja þó grand í leik.
Eins og eldur sem hlýju á
og ástin sem ég sveik.
Önnur spil bera engan lit
en slæ þeim á borðið þungt.
Áfram ég held en samt er hik.
Innst í mér býr barnið ungt.
Spil mín eru kámug og klesst
og kalla á annan slag.
En líf getur í sagnir sest
eins og sorg einn gleðidag.
Spil mín velja oft annað vað
en villast með unna sögn.
Hylur reynist á röngum stað
eins og rödd úr djúpri þögn.