Þögn
Með eigingirni ég líf mitt lagði í rúst.
Ljótra gjörða vegna, ást mína,
fjölskyldu og vini hrakti burt.
Ástvinalaus og hryggur, mín eigin sök.

Aleinn ég stend í sjálfsköpuðu vonleysi,
allt sem ég ann, horfið í eigin gáleysi.
Að baki mér einungis sár hjörtu ástvina,
einsemd og sjálfshatur, böl minna mistaka.

Einn í myrkri og dauðaþögn.
Þessi óbærilega þögn....

Hrekkur upp hugur, fórnarlamb martraða,
heltekinn eftirsjá, sorg og söknuðar.
Vitundin tvístruð, skynfæri enn í dvala,
ranka við mér, sál mín hrapar í líkamann.

Til hliðar ég horfi og ást mína sé,
Gyðja í mannsformi, himnesk, guðdómleg.
Svo fögur hún liggur, friðsæl og ber,
draumar víst ljúfir, í værum svefni er.

Þungri byrði af hug og sál léttir,
vitundar ró, sorg minni lyftir.
Skugga martraðar hugsanir kveðja,
friður og kyrrð á myrkrið herja.

Framúr ég fer og út í nóttina geng,
kveiki í rettu og anda að mér reyk.
Lít upp til himna er lungu mín fyllast,
kemst ekki hjá því að náttúru hyllast.

Tunglið svo dularfullt, það virðist á mig kalla,
í skýjaborg himna dvelur næturljós okkar allra.
Dansandi norðurljós í djúpum faðmi stjarna,
aldrei þau varpað hafa ljósi sínu bjartar.

Falleg nótt og friðsæl veröld,
ég hugsa með mér; lífið er gott.

Vindhviða umlykur mig ísköldu lofti,
rísandi hárum fylgja hrollur og ótti,
allt er ekki eins og vera ber.

Tunglið sortnar, stjörnur slokkna,
skýin hverfa og norðurljós frosna.
Ónáttúruleg nærvera sækir að mér.

Úr svefni aftur hrekk og allt er hljótt,
ástin mín horfin og hjarta mitt tómt.
Þetta er raunveruleikinn, sálin það veit,
draumar innan drauma, ég er aleinn.

Einn í myrkri og dauðaþögn.
Þessi óbærilega þögn....


 
Andkristinn
1989 - ...


Ljóð eftir Andkristin

Þögn