Að heiman.
Að heiman fór ég heim
um hálflæstar dyr.
Og sporin þakka þeim
sem þekktu mig.
Að heiman fór ég einn
og allt var mér nýtt.
Hinn sigurvissi sveinn
en sagan hans grýtt.
Að heiman fór ég för
og fagnaði heitt.
Um vorið ýtt úr vör
en vissi ekki neitt.
Að heiman fór ég fyrr
og fótaporin sár.
Hjá lykli að læstri dyr
lágu gömul tár.
um hálflæstar dyr.
Og sporin þakka þeim
sem þekktu mig.
Að heiman fór ég einn
og allt var mér nýtt.
Hinn sigurvissi sveinn
en sagan hans grýtt.
Að heiman fór ég för
og fagnaði heitt.
Um vorið ýtt úr vör
en vissi ekki neitt.
Að heiman fór ég fyrr
og fótaporin sár.
Hjá lykli að læstri dyr
lágu gömul tár.