Kollurnar á öldunum
Sjávarniðurinn leitar mig uppi í svefnhöfganum,
ég stend upp og fer út að glugganum,
bárurnar gárast yfir fjörusteinana
sem veltast um eins og börn að leik,
kollurnar vagga á öldunum, upp og niður, upp og niður,
væri ekki gaman að vera þær
og vagga upp og niður sitjandi á öldunum
eins og lítll bátur
án þess að hafa áhyggjur af því að sökkva.
ég stend upp og fer út að glugganum,
bárurnar gárast yfir fjörusteinana
sem veltast um eins og börn að leik,
kollurnar vagga á öldunum, upp og niður, upp og niður,
væri ekki gaman að vera þær
og vagga upp og niður sitjandi á öldunum
eins og lítll bátur
án þess að hafa áhyggjur af því að sökkva.