

Ég leita til ljóða þau leita til mín.
Berg þau af bikar og þau breytast í vín.
Ég leita til ljóða ef land mitt rís
og stirnir á stjörnur og sigur er vís.
Ég leita til ljóða er ljós mitt dvín
og finn að ég fer og feigðin er mín.
Drekk þau úr dreggjum í dagana sótt
og dreg þau úr draumum sem deyja í nótt.
Berg þau af bikar og þau breytast í vín.
Ég leita til ljóða ef land mitt rís
og stirnir á stjörnur og sigur er vís.
Ég leita til ljóða er ljós mitt dvín
og finn að ég fer og feigðin er mín.
Drekk þau úr dreggjum í dagana sótt
og dreg þau úr draumum sem deyja í nótt.