

Nístingskaldur vetur
frostrósir á gluggum
á þakskegginu hanga grýlukertin
tignarleg og hvöss.
Það stirnir á brakandi hjarnið,
vindurinn þýtur um úrillur.
Í stofunni hlýir logarnir ylja
á meðan eldurinn í arninum logar,
frostbitnar kinnar barnanna
rauðar eins og epli eftir útiveruna.
Ilmandi heitt súkkulaði
og skonsur á borðum
meðan nístingskuldinn úti hvín.
frostrósir á gluggum
á þakskegginu hanga grýlukertin
tignarleg og hvöss.
Það stirnir á brakandi hjarnið,
vindurinn þýtur um úrillur.
Í stofunni hlýir logarnir ylja
á meðan eldurinn í arninum logar,
frostbitnar kinnar barnanna
rauðar eins og epli eftir útiveruna.
Ilmandi heitt súkkulaði
og skonsur á borðum
meðan nístingskuldinn úti hvín.