Næturdraumar.
Í nótt mun þig dreyma
um daglanga leið.
Að skóginum heima
að skógi sem beið.
Í nótt muntu gráta
með grímuna á.
Er annirnar láta
öll börnin sín fá.
Í nótt muntu feta
í fótsporin þín.
Því dagarnir geta
dulið þér sýn.
Í nótt ertu sekur
hún nálgast og sér.
Hún kemur og tekur
og trúir ei þér.
Í nótt kemur syndin
er sorgirnar ber.
Brennimerkta myndin
sem býr inn í þér.
Í nótt kemur vorið
með vonir og þrár.
Með gleði og þorið
og græðir öll sár.
Í nótt mun þig dreyma
daga þinna leið.
Og ástina heima
sem eftir þér beið.
um daglanga leið.
Að skóginum heima
að skógi sem beið.
Í nótt muntu gráta
með grímuna á.
Er annirnar láta
öll börnin sín fá.
Í nótt muntu feta
í fótsporin þín.
Því dagarnir geta
dulið þér sýn.
Í nótt ertu sekur
hún nálgast og sér.
Hún kemur og tekur
og trúir ei þér.
Í nótt kemur syndin
er sorgirnar ber.
Brennimerkta myndin
sem býr inn í þér.
Í nótt kemur vorið
með vonir og þrár.
Með gleði og þorið
og græðir öll sár.
Í nótt mun þig dreyma
daga þinna leið.
Og ástina heima
sem eftir þér beið.