Dagar.
Í birtu ertu með mér
í myrkri er ég hjá þér.
Úr dimmunni opnast sýn
og ég sé þig ástin mín.
Er við sátum sumar þar
sól við rauðan himin bar.
Ótal daga sit ég einn
aldrei sé ég einn né neinn.
Nema þig við Þrastarskóg
þúsund sinnum aldrei nóg.
Er við sátum saman þar
stjarna björt við himin bar.
Leiddumst saman hönd í hönd
héldum út í sumarlönd.
Nú er komin nóttin dimm
næðir kul um svala kinn.
Er við djúpin dimmu ber
dagar kveðja skyggja fer.
Hugsi ég um fortíð fer
finn ég þig við hlið á mér.
Siglt hef ég um úfið haf
öldungur með gamlan staf.
Er logar léku um grein
leiddumst við í skógi ein.
Út við sæ og út við sund
sé ég þig og okkar lund.
Þetta kvöld þú kvaddir mig
og ég kyssti á varir þig.
Nóttin svala sveipar frið
á stjörnblikið horfðum við.
í myrkri er ég hjá þér.
Úr dimmunni opnast sýn
og ég sé þig ástin mín.
Er við sátum sumar þar
sól við rauðan himin bar.
Ótal daga sit ég einn
aldrei sé ég einn né neinn.
Nema þig við Þrastarskóg
þúsund sinnum aldrei nóg.
Er við sátum saman þar
stjarna björt við himin bar.
Leiddumst saman hönd í hönd
héldum út í sumarlönd.
Nú er komin nóttin dimm
næðir kul um svala kinn.
Er við djúpin dimmu ber
dagar kveðja skyggja fer.
Hugsi ég um fortíð fer
finn ég þig við hlið á mér.
Siglt hef ég um úfið haf
öldungur með gamlan staf.
Er logar léku um grein
leiddumst við í skógi ein.
Út við sæ og út við sund
sé ég þig og okkar lund.
Þetta kvöld þú kvaddir mig
og ég kyssti á varir þig.
Nóttin svala sveipar frið
á stjörnblikið horfðum við.