

Abbadísin vildi á lostann veðja
í von sína og trú gat hún sótt.
En varð þó löngun sína að seðja.
Sef ekka minn móðir í nótt.
Til himinsins bað hún sínar bænir
en brann af óstýrlátri þrá.
Heilög ritning hertekur og rænir.
Hún er Abbdísin – og má.
Djúpt í klausturgörðum eru grafir
sem grjót og mold földu í öld.
Enginn færir gleymdum börnum gjafir.
Gæska hennar var fölsk og köld.
Líkt og skuggaflökt um fallna veggi
var frelsarans orusta háð.
Klausturgröfin með brotna barnaleggi
var bjartri störnubirtunni stráð.
í von sína og trú gat hún sótt.
En varð þó löngun sína að seðja.
Sef ekka minn móðir í nótt.
Til himinsins bað hún sínar bænir
en brann af óstýrlátri þrá.
Heilög ritning hertekur og rænir.
Hún er Abbdísin – og má.
Djúpt í klausturgörðum eru grafir
sem grjót og mold földu í öld.
Enginn færir gleymdum börnum gjafir.
Gæska hennar var fölsk og köld.
Líkt og skuggaflökt um fallna veggi
var frelsarans orusta háð.
Klausturgröfin með brotna barnaleggi
var bjartri störnubirtunni stráð.