Vetur.
Þitt óveður lætur mig aldrei í friði
það ýlfrar og blístrar og ekkert skjól.
Þér er alveg sama um alla siði
vorbjartar nætur og daga með sól
Um eggjar á fjöllum enn ertu að verki
og örmagna stráin felld af þér.
Frosti beitir eilífa ógnandi merki
unaðsfagra sóley þraukar samt hér.
Ég heyri á söndum enn sogandi kraftinn
úr sargandi brimi er votkrumlan nær
að Fróni með öskrandi freyðfullan kjaftinn
farðu vetur sumarið kom hér í gær.
það ýlfrar og blístrar og ekkert skjól.
Þér er alveg sama um alla siði
vorbjartar nætur og daga með sól
Um eggjar á fjöllum enn ertu að verki
og örmagna stráin felld af þér.
Frosti beitir eilífa ógnandi merki
unaðsfagra sóley þraukar samt hér.
Ég heyri á söndum enn sogandi kraftinn
úr sargandi brimi er votkrumlan nær
að Fróni með öskrandi freyðfullan kjaftinn
farðu vetur sumarið kom hér í gær.