Ástin mín eina.
Ástin mína eina ég skrifa mitt pár
en ei taktu það sem ógróin sár.
Horfinn er tíminn og hárið mitt grátt
héðan ég fór í allt aðra átt.
Ég gekk mín spor og barst inn á braut
frá barnæskuvori með hverfulu skraut.
Vegur að heiman var harður og sár
himinn og sorg með fegurð og tár.
Skuggana þekki er leika um þil
nú þornar blek mitt um miðnæturbil.
Ljóðið mitt grætur og geymir þá ást
sem gekk með þér hljóðlaust en aldrei sást.
en ei taktu það sem ógróin sár.
Horfinn er tíminn og hárið mitt grátt
héðan ég fór í allt aðra átt.
Ég gekk mín spor og barst inn á braut
frá barnæskuvori með hverfulu skraut.
Vegur að heiman var harður og sár
himinn og sorg með fegurð og tár.
Skuggana þekki er leika um þil
nú þornar blek mitt um miðnæturbil.
Ljóðið mitt grætur og geymir þá ást
sem gekk með þér hljóðlaust en aldrei sást.