

Ekkert er hlýrra en barnabros
og bláu augun skær.
Hverfulli tíminn heilsar og fer
eins og himinninn í gær.
Varstu þú að vinna eins og aðrir
valdirðu fánýtt hjal.
Eða var tíminn er þú varðir
með öðrum betra val.
Brostu til barnsins sönnu gleði
breytir myrkri í ljós.
Og bægðu frá stríðandi streði
stund þín bíður við ós.
og bláu augun skær.
Hverfulli tíminn heilsar og fer
eins og himinninn í gær.
Varstu þú að vinna eins og aðrir
valdirðu fánýtt hjal.
Eða var tíminn er þú varðir
með öðrum betra val.
Brostu til barnsins sönnu gleði
breytir myrkri í ljós.
Og bægðu frá stríðandi streði
stund þín bíður við ós.