Ferðalag
Verð að pakka niður
Þarna er taskan
Sokkar, sokkar en hvar er peysan?
Ohh, hnútur verð að leysa´n.

Legg af stað
Þarna er fjallið
Labba, labba enginn endir
Fer í áttina sem hugurinn bendir.

Upp á fjallið kominn er
Þarna er tjaldið
Tjalda, tjalda í hita og sól
Verð að komast í notalegt ból.

Orðinn þreyttur, stefni heim
En hvar eru lyklarnir?
Leita, leita, finn þá falda
Ætla í mitt rúm að halda.
 
Arnar Jan
1988 - ...


Ljóð eftir Arnar Jan

Ferðalag