Mycosis fungoides
Mycosis þýðir bókstaflega:
sjúkdómur vegna svepps.

Fungoides þýðir bókstaflega:
eins og sveppur.

Mycosis fungoides þýðir því í raun
sjúkdómur vegna svepps eins og sveppur.

En málið er að þetta er ekki sveppur
heldur T-frumu eitilkrabbamein í húð.

Já, þar hafið þið það,
jafnvel sveppur sveppanna
er ekki einu sinni sveppur.

Mér líður eins þegar
ég kalla þig Ragnhildi.  
Váli
1991 - ...


Ljóð eftir Vála

Ljóð 1
Ljóð 2
Mycosis fungoides