Þrýstingur og tannagnýst


Hver er myrkur riddarinn?
svo skerandi reiður
ég sé hann sem bleyðu
sem sér einn illa um sitt hreiður
hann sem krass fyrir andlit
og ég saman við leiðumst.
Fornir erum og hornin farinn
inngróin, falin
nú í götubotni orðinn
smábæjar Stalín,
án valda, og þó ég rotni
bið ég hverfulan drottinn
um lausn úr ofni
og fullnægjandi lognið.

Ég er líf syndar
líkt og með skerandi hníf
helvíti er að kynda.

Mig langar ekki eins og áður
ég er fangi þjáður
berst ekki lengur
ennþá ávalt drengur strákur
lætin éta mig
hin lætin vekja mig.
Ég sakna maníunnar minnar  
Ágúst Már Guðjónsson
1991 - ...


Ljóð eftir Ágúst Má Guðjónsson

Þrýstingur og tannagnýst