Mömmuljóð
Elsku besta mamma mín,
ég elska þig svo heitt.
Bros þitt eins og sólin skín,
og getur' dimmu í dagsljós breytt.

Þú þurrkað hefur tárin mín,
og miklu meir' en það.
Ég skal alltaf vera þín,
alveg sama hvað.

Mér finnst sem klett ég alltaf hafi,
sama hvert ég fer,
á því leikur enginn vafi
ég virðingu fyrir þér ber.

Þú kraftaverkakona ert,
það allir hljóta að sjá,
þú hefur í mér hjarta snert,
svo miklu meir' en smá.

Ó mamma þú sem ert mér allt,
ég dýrka og dái þig,
það geld þér seinna þúsundfalt,
sem þú gerir fyrir mig.  
Guðrún Kristín
1995 - ...


Ljóð eftir Guðrúnu Kristínu Huldudóttur

Mömmuljóð