Til mín frá mér
Elsku hjartans gullið mitt
skýra, ljúfa hnáta.
Ef allir hefðu hugfar þitt,
þeir mættu af því státa.

Elsku hjartans gullið mitt,
hvað ertu nú að gera?
Sérðu' ekki' að glaðlyndi þitt
þú ert að niðurskera.

Elsku hjartans gullið mitt,
þú ert á myrkum stað
og skýrleiki og hugfar þitt
kunna bara' ekki á það

Elsku hjartans gullið mitt,
þetta er ekki þín sök.
Þótt þú föst sért oní pytt
þá eru' ekki ragnarök

Elsku hjartans gullið mitt,
þú ert að gefast upp.
Þú segist við lífið vera kvitt
og kastar matnum upp

En elsku hjartans gullið mitt,
þín bíða betri dagar
Með sólina við hjarta þitt
og ekkert sem þig klagar

Svo elsku hjartans gullið mitt,
þraukaðu einn dag.
Borðaðu svo nestið þitt
og komdu þér í lag  
Kara
2000 - ...


Ljóð eftir Köru

Til mín frá mér