Kom milda nótt
Kom milda nótt er mýkir dagsins sár,
kom morgunsstund er færir ljós og yl,
ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár,
ég beiddist aldrei þess að verða til.
Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann
er þekkti vel hve lítil var hans dáð.
Feyk stormur tímans öllu sem ég ann,
lát arð minn jafnan því sem til var sáð.
Kom ljúfa gleymska, leið mig þín á vit,
kom langa myrkur, vef mig þínum hjúp.
Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit
og hvert mitt kvæði sökkt í neðsta djúp.
kom morgunsstund er færir ljós og yl,
ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár,
ég beiddist aldrei þess að verða til.
Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann
er þekkti vel hve lítil var hans dáð.
Feyk stormur tímans öllu sem ég ann,
lát arð minn jafnan því sem til var sáð.
Kom ljúfa gleymska, leið mig þín á vit,
kom langa myrkur, vef mig þínum hjúp.
Kom alda sterka hönd, lát hvert mitt rit
og hvert mitt kvæði sökkt í neðsta djúp.