Mig dreymdi.
Ég sat fyrir sunnan
eitt sumar við borð
og til mín týndust
tregafull orð.
Mig dreymdi um daga
og drungaleg fjöll.
Er þögnin mín þráði
en þekkti þau öll.
Um aldir og árin
í þeim bjuggu tröll.
Er kölluðu komdu
komdu í okkar höll.
Gakk mela og mýrar
og um moldarbörð.
Farðu höf og heiðar
og hamraskörð.
Ég sár gekk á grjóti
að gleymdum stað.
Þar ástarljóð læddist
lifandi á blað.
eitt sumar við borð
og til mín týndust
tregafull orð.
Mig dreymdi um daga
og drungaleg fjöll.
Er þögnin mín þráði
en þekkti þau öll.
Um aldir og árin
í þeim bjuggu tröll.
Er kölluðu komdu
komdu í okkar höll.
Gakk mela og mýrar
og um moldarbörð.
Farðu höf og heiðar
og hamraskörð.
Ég sár gekk á grjóti
að gleymdum stað.
Þar ástarljóð læddist
lifandi á blað.