Sólrisufjöll II
Um sanda við Sólrisufjöll
svifu ernir í vindi.
Þar við rætur var risin höll
réði þar ásinn blindi.
Og þaðan heyrðust hlátrasköll
á horfnum vetrarkvöldum.
Því æsir ljóðin ortu snjöll
og undir ræðuhöldum.
Þó aldrei hafi augun séð
var ysta myrkur fjarri.
Því fegurð hans er falið veð
og friður honum nærri.
Hann vill sátt og geð til góðs
og grið um liljuengi.
Því sorgir höggva sárt til blóðs
og sigrar hræða lengi.
En ærulaus með illan streng
andi um nóttu líður.
Háskagripur með fallinn feng
er fast við ósinn bíður.
Í hallarmold við virkis var
vex blóm á þurrum greini.
En hljóður skuggi hreyfist þar
og heldur á mistilteini.
svifu ernir í vindi.
Þar við rætur var risin höll
réði þar ásinn blindi.
Og þaðan heyrðust hlátrasköll
á horfnum vetrarkvöldum.
Því æsir ljóðin ortu snjöll
og undir ræðuhöldum.
Þó aldrei hafi augun séð
var ysta myrkur fjarri.
Því fegurð hans er falið veð
og friður honum nærri.
Hann vill sátt og geð til góðs
og grið um liljuengi.
Því sorgir höggva sárt til blóðs
og sigrar hræða lengi.
En ærulaus með illan streng
andi um nóttu líður.
Háskagripur með fallinn feng
er fast við ósinn bíður.
Í hallarmold við virkis var
vex blóm á þurrum greini.
En hljóður skuggi hreyfist þar
og heldur á mistilteini.