

Við sátum ein við sófaborð
sögðum eitthvað sem hafði meitt.
Og kvöldin liðu þannig í þögn
ég þóttist ekki vita neitt.
Og hugur minn fann aldrei orð
að lokum mér var þetta tamt.
Árin liðu með sín endalok
aldrei aftur kemur tíminn samt.
Árin liðu í anda tóm
og ískaldir fjötrar hnepptu mig.
Eftir að þú fórst með vissu veit
vinur minn að ég elska þig.
sögðum eitthvað sem hafði meitt.
Og kvöldin liðu þannig í þögn
ég þóttist ekki vita neitt.
Og hugur minn fann aldrei orð
að lokum mér var þetta tamt.
Árin liðu með sín endalok
aldrei aftur kemur tíminn samt.
Árin liðu í anda tóm
og ískaldir fjötrar hnepptu mig.
Eftir að þú fórst með vissu veit
vinur minn að ég elska þig.