

Ég dyl mína daga
dreymi lífið þitt.
Svörtu augun saga
sundur hjarta mitt.
Með Þrá hef ég þakið
þyrnibeðin mín.
Frá runnunum rakið
rifin klæðin þín.
Inn í þyrni þykknum
Þekkir enginn þig.
Út úr eiðum sviknum
ýrist blóð á mig.
dreymi lífið þitt.
Svörtu augun saga
sundur hjarta mitt.
Með Þrá hef ég þakið
þyrnibeðin mín.
Frá runnunum rakið
rifin klæðin þín.
Inn í þyrni þykknum
Þekkir enginn þig.
Út úr eiðum sviknum
ýrist blóð á mig.