Rætur.
Yfir heiðar er loks haustið komið
og hamur fjalla minna orðinn grár.
Á milli trjánna er myrkur ofið
í möskva utan um saknaðartár.
Ég er einn og er ósköp lítið peð
á ferðalagi út um þennan heim.
Fór úr garði og fótum mínum treð
um framandi veg samt er ég hjá þeim.
Á himni blika norðurljósanætur
og nýt að lesa í stjörnubirtu kvelds.
Geng fram og reyni að festa mínar rætur
þær rifna samt í funa lífsins elds.
og hamur fjalla minna orðinn grár.
Á milli trjánna er myrkur ofið
í möskva utan um saknaðartár.
Ég er einn og er ósköp lítið peð
á ferðalagi út um þennan heim.
Fór úr garði og fótum mínum treð
um framandi veg samt er ég hjá þeim.
Á himni blika norðurljósanætur
og nýt að lesa í stjörnubirtu kvelds.
Geng fram og reyni að festa mínar rætur
þær rifna samt í funa lífsins elds.