Í skóganna skuggum.
Hann hélt upp á gamlan góðan sið
í gleðskap bjóða mönnum vín.
Drekkið piltar og drekkið til mín
drekkið er birtan á oss skín.
Staupin fyllti hvert af öðru öll
og upphóf raust með gítarspil.
En í búri á bak við timburþil
var bruggið falið aftan til.
Og litbrigði lífs hans voru skær
lét sem dagur hver væri för.
Átti í drykkju við öllu svör
og neftóbakið lak í vör.
Í skógum og skuggum hef ég meitt
skar dýr og menn og drakk blóð.
Mælti hann af munni fram sem óð
í myrkri sést betur tregans slóð.
Hann söng um ástir og svik og böl
söng sig í hjartans innsta þel.
Ljóðið barst um stjörnu himinhvel
úr hjörtum ykkar ljóðum stel.
Svo leið nóttin og nýr dagur kom
hann náði í brugg í leynihólf.
Klukkan löngu löngu orðin tólf
lík af flöskum veltist um gólf.
Drottinn lát mig ei iðrast enn
aftur og enn biðla ég til þín.
Víst ég veit að ég er sorglegt svín
sýp og leik á mitt mandólín.
Vertu ekki að skipta þér að mér
því allt er í góðu lagi hér.
í gleðskap bjóða mönnum vín.
Drekkið piltar og drekkið til mín
drekkið er birtan á oss skín.
Staupin fyllti hvert af öðru öll
og upphóf raust með gítarspil.
En í búri á bak við timburþil
var bruggið falið aftan til.
Og litbrigði lífs hans voru skær
lét sem dagur hver væri för.
Átti í drykkju við öllu svör
og neftóbakið lak í vör.
Í skógum og skuggum hef ég meitt
skar dýr og menn og drakk blóð.
Mælti hann af munni fram sem óð
í myrkri sést betur tregans slóð.
Hann söng um ástir og svik og böl
söng sig í hjartans innsta þel.
Ljóðið barst um stjörnu himinhvel
úr hjörtum ykkar ljóðum stel.
Svo leið nóttin og nýr dagur kom
hann náði í brugg í leynihólf.
Klukkan löngu löngu orðin tólf
lík af flöskum veltist um gólf.
Drottinn lát mig ei iðrast enn
aftur og enn biðla ég til þín.
Víst ég veit að ég er sorglegt svín
sýp og leik á mitt mandólín.
Vertu ekki að skipta þér að mér
því allt er í góðu lagi hér.